Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Vistaskipti

4,690 ISK

Höfundur Beth O'leary

Leena Cotton, ungur markaðsráðgjafi á framabraut, er send í leyfi eftir stórbrotið klúður í vinnunni og fer í kjölfarið út á land að heimsækja Eileen ömmu sína og njóta löngu tímabærrar hvíldar. Amma hennar reynist sömuleiðis standa á tímamótum: eiginmaðurinn fór frá henni fyrir nokkru og nú langar hana að breyta til og kynnast góðum manni.

Úrvalið af frambærilegum piparsveinum á áttræðisaldri er þó vægast sagt dapurlegt í litla þorpinu í Yorkshire. Leena stingur þess vegna upp á því að þær hafi vistaskipti: Amman fari til London og hún sjálf prófi rólegheitalífið í þorpinu. Og þar með upphefjast mikil ævintýri með alls kyns óvæntum vendingum – ekki síst í málum ástarinnar.

Vistaskipti er hjartnæm og húmorísk saga með litríkum og skemmtilegum persónum, sannkallaður yndislestur í alla staði.

Beth O΄Leary sló í gegn með skáldsögu sinni Meðleigjandanum og hafa bækur hennar í kjölfarið verið þýddar á yfir þriðja tug tungumála.

Halla Sverrisdóttir þýddi.