Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Aldrei aftur vinnukona

7,690 ISK

Höfundur Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir

Þuríður Guðmundsdóttir er vinnukona í Skagafirði og Húnavatnssýslum á síðari hluta 19. aldar. Þegar hún er á fertugsaldri er fjöldi fólks að flytja til Ameríku. Það verður til þess að hún ákveður að slást í hópinn upp á von og óvon. Á leiðinni gerist ýmislegt sem hana óraði ekki fyrir.

Heimildaskáldsagan Aldrei nema vinnukona er sjálfstætt framhald bókarinnar Aldrei nema kona sem kom út 2020.

Sagan hefst árið 1886 þar sem söguhetjan, Þuríður Guðmundsdóttir vinnukona, stendur ásamt frændfólki sínu og bíður skips. Hún er á förum til Ameríku, 36 ára gömul. Sagan segir frá ferðalagi hennar vestur en á þeirri ferð rifjar hún upp 16 ára starfsferil sem vinnukona í Skagafirði og Húnavatnssýslu.

Saga Þuríðar er einnig saga annarra kvenna og þjóðarinnar allrar á erfiðum tímum. Seinni hluti 19. aldar einkenndist af sívaxandi erfiðleikum bænda vegna hafísa, eldgosa, skipskaða, veikinda og barnadauða. Þess vegna varð freistandi að flytja til Ameríku í von um meira frelsi og betri afkomu.