Elín S. Jónsdóttir, frægasti glæpasagnahöfundur þjóðarinnar, er horfin, sjötug að aldri. Verk hennar hafa notið mikillar alþjóðlegrar hylli en undanfarin tíu ár hefur hún haft hægt um sig. Lét hún sig hverfa eins og hún gerði eitt sinn fyrir mörgum áratugum – eða hefur einhver gert henni mein?Bækur Ragnars Jónassonar hafa selst í milljónum eintaka um allan heim og eru þar tíðir gestir á metsölulistum. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín.