Kyrrþey
3,990 ISK
Höfundur Salka - bókaútgáfa og bókabúð
Kyrrþey er vægðarlaus glæpasaga um þrúgandi þögn, heitar tilfinningar og bannfærðar langanir.
Í fórum látins manns finnur ekkjan lúna skammbyssu og fer með hana til lögreglunnar. Í ljós kemur að byssan er morðvopn; með henni var maður skotinn til bana fyrir mörgum áratugum og málið upplýstist aldrei. Forvitnin grípur Konráð, fyrrverandi lögreglumann, vegna sams konar byssu sem faðir hans átti og leiðir hann á vit löngu liðinna atburða. Og úr djúpi tímans birtist fleira en hann óraði fyrir.
Arnaldur Indriðason hefur lengi verið vinsælasti höfundur landsins og verk hans hafa verið þýdd á tugi tungumála. Kyrrþey er 26. skáldsaga hans. Árið 2021 hlaut Arnaldur Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu og fyrir Sigurverkið sem út kom sama ár var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.