Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Ljósagangur

3,990 ISK

Höfundur Dagur Hjartarson

Á göngubrúnni yfir Hringbraut heyrist æ oftar undarlegur niður. Er þetta hönnunargalli? Eða er þetta niður aldanna? Í kjölfarið skjóta upp kollinum dularfull fyrirbæri sem virðast í engu samræmi við lögmál eðlisfræðinnar. Vísindamenn standa á gati. Hlutabréfamarkaðurinn tekur dýfu. Ljóðabækur yfirtaka metsölulistana. Kettir hverfa. Ljósagangur leikur um loftin. Og ástin blómstrar hjá ungu pari í Hlíðunum.

Þegar eðlisfræðin og ljóðið mætast verður til Ljósagangur, skáldsaga engri lík. Þetta er vísindaskáldsaga, fantasía, spennusaga en umfram allt: ljóðræn og tregafull ástarsaga full af fegurð og frumleika.

Ljósagangur er þriðja skáldsaga Dags Hjartarsonar sem hefur fengið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín og lof lesenda og gagnrýnenda fyrir persónulegan og leifrandi stíl.