Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Óbragð
4,290 ISK
Höfundur Guðrún Brjánsdóttir
Óbragð er grátbrosleg ástar- og ferðasaga, full af skrautlegum persónum og skemmtilegum vendingum.
Hjalti veit ekki sitt rjúkandi ráð. Kærastan er farin frá honum, hann á bágt með svefn og í ofanálag sér hann ímyndaðar veggjalýs alls staðar. Það er því þreyttur og tættur maður sem ber að dyrum hjá nágrönnunum til að kvarta yfir hávaða – en þar er honum óvænt tekið opnum örmum og áður en hann veit af er hann kominn á bólakaf í hugleiðslu og kakódrykkju. En ekki er allt sem sýnist í sjálfshjálparhópnum Kakófylkingunni.