Snuð
3,990 ISK
Höfundur Brynjólfur Þorsteinsson
Snuð er óvenjuleg og ögrandi skáldsaga, knúin áfram af frásagnargleði og gáskafullum húmor. Undir yfirborðinu kraumar óþol gagnvart raunveruleikanum sem er ef til vill ekki jafn áreiðanlegur og ætla mætti.
Á sínum fyrsta vinnudegi kemst Lárus að því að ekki er allt með felldu hjá tæknifyrirtækinu S:lausnum. Unnið er að þróun veruleikahermis sem virðist hafa ófyrirséð áhrif á starfsfólkið. Sama dag sækir Þrúður, eiginkona Lárusar, afdrifaríka prestastefnu og rifjar upp kynni sín af Guði. Natan, sonur þeirra, safnar tönnum yngri bekkinga enda ætlar hann sér að verða tannlæknir þegar hann er orðinn stór. Allt virðist stefna í óefni og ekki bætir úr skák að Lárus gleymdi snuðinu sínu heima.
Brynjólfur Þorsteinsson (1990) er frá Hvolsvelli. Hann hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2019. Þetta er ekki bílastæði kom út sama ár og fékk góðar móttökur. Ljóðabókin Sonur grafarans hlaut Bókmenntaverðlaun bóksala árið 2020. Snuð er hans fyrsta skáldsaga