Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Sólskinshestur

3,990 ISK

Höfundur Steinunn Sigurðardóttir

Sólskinshestur er áhrifamikil saga um ástlausan uppvöxt í stóru húsi og óhöndlanlega hamingju; um draumóra og kaldan veruleika, æskuást sem týnist og birtist á ný, djúpa sorg – og um dauðann. Ástin er dýrasta djásnið og ástarþráhyggjan sem heltekur hugann, ljúf og sár, verður að skjólvegg sem lokar úti lífið. Hamingjan er alltaf fyrir handan.

Fáir íslenskir höfundar eiga jafn greiða leið að hjartarótum lesenda og Steinunn Sigurðardóttir. Skáldsögur hennar eru ljóðrænar og leikandi, fullar af húmor og glöggskyggni, viðkvæmni og visku. Sólskinshestur er ein skærasta perlan í höfundarverki hennar og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna þegar hún kom fyrst út árið 2005. Guðrún Steinþórsdóttir bókmenntafræðingur ritar eftirmála.