Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Herbergi Giovanni

4,690 ISK

Höfundur James Baldwin

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

 

Í París stundar bandaríski pilturinn David skrautlegt næturlíf borgarinnar og vonast til að finna sjálfan sig. Á meðan unnusta hans Hella ferðast um Spán og íhugar framtíð sambandsins kynnist David barþjóninum Giovanni. Þeir fella hugi saman og í óhrjálegu herbergi Giovanni, fjarri vökulum augum samborgaranna, upplifa þeir í senn ást og frelsi, skömm og ótta. Þegar Hella snýr aftur þarf David að ákveða hvort hann gangi að óbilgjörnum kröfum samfélagsins eða horfist í augu við sjálfan sig

James Baldwin er einn af virtustu höfundum 20. aldar. Verk hans hverfast einkum um kynþáttahyggju, kynhneigð og stéttaskiptingu og varpa ljósi á þau djúpu spor sem fordómar og jaðarsetning marka í tilfinningalíf fólks og sjálfsmynd.

Herbergi Giovanni kom fyrst út árið 1956 og braut blað í bókmenntasögunni með sterkum og einlægum lýsingum á ást tveggja karlmanna. Þrátt fyrir þá hneykslan sem sagan olli á sínum tíma telst hún nú til sígildra verka og var meðal annars valin ein af hundrað áhrifamestu skáldsögum heims af BBC.

Þorvaldur Kristinsson íslenskaði og ritaði eftirmála.