Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Sjófuglinn

3,990 ISK

Höfundur Egill Ólafsson

Egill Ólafsson situr við dánarbeð föður síns. Upp í hugann koma minningar og svipmyndir úr viðburðaríkri ævi. Ólafur Á. Egilsson var lengi til sjós, kallaður Sjófuglinn, vann margvíslega erfiðisvinnu á stríðsárunum og lá ungur heilt ár berklaveikur á Landakoti ásamt félögum sínum sem dóu einn af öðrum.

Allt þetta rifjast upp milli þeirra feðga í ljóðrænum og angurværum texta sem endurspeglar líka þá breytingu sem verður á mannlífi og samfélagi á Íslandi á 20. öld.