Í tilefni af sjötugsafmæli Sigurðar Árna Þórðarsonar þann 23. desember kemur nú út glæsileg stórbók með íhugunum hans helstu kennidaga ársins. Sigurður Árni hefur starfað sem prestur og fræðimaður og verið einn kunnasti kennimaður Íslendinga síðustu áratugi. Hann flutti prédikanirnar í þessari bók í Neskirkju og Hallgrímskirkju á árunum 2003–23.
Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Ástin - Trú og tilgangur lífsins
14,990 ISK
Höfundur Sigurður Árni Þórðarson
Eftir stúdentspróf frá MR hóf Siguðrur Árni nám í Noregi en lauk guðfræðinámi á Íslandi frá HÍ. Hann lauk doktorsprófi í guðfræði og hugmyndasögu frá Vanderbiltháskóla í Tennessee í Bandaríkjunum. Í doktorsritgerðinni skrifaði hann um myndmál í trúarhefð Íslendinga. Sigurður Árni hefur starfað sem rektor Skálholtsskóla, fræðslustjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum, háskólakennari og verkefnisstjóri guðfræði og þjóðmála á Biskupsstofu. Hann hefur verið prestur í Ásaprestakalli, Staðarfellsprestakalli, Neskirkju og Hallgrímskirkju.
Bókin er einkar aðgengileg og er auðvelt að fletta upp í henni.