Framkoma: námskeið og bók
13,900 ISK
Höfundur Salka - bókaútgáfa og bókabúð
Vilt þú koma þér og efninu þín vel á framfæri?
Hvernig við miðlum efni getur skipt sköpum. Hvort sem það eru kynningar innan vinnustaða, fyrirlestrar og ræðuhöld eða framkoma í fjölmiðlum.
Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði í framkomu og fylgir bókin Framkoma með námskeiðinu. Yfir 1000 manns hafa sótt námskeið um framkomu þar sem farið er yfir praktísk atriði í bland við reynslusögur. Næsta námskeið verður haldið 20.mars kl.17-19 í verslun Sölku,Hverfisgötu 89-93. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Verð á námskeiði er 13.900 og fylgir bókin Framkoma námskeiðinu. Mörg stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið.
Það sem verður meðal annars farið yfir á námskeiðinu:
- Greinaskrif
- Glærukynningar
- Ræður
- Sjónvarpsviðtöl
- Útvarpsviðtöl
- Fundarstjórn
- Panelumræður
- Tengslanet
- Undirbúningur og æfingar
Edda Hermannsdóttir er markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka en hún er hagfræðingur að mennt. Edda starfaði áður sem aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins og stýrði VB Sjónvarpi en hún var einnig spyrill í Gettu betur á RÚV í þrjú ár. Edda hefur á undanförnum árum stýrt fjölmörgum fundum og ráðstefnum. Árið 2020 gaf Edda út bókina Framkomu þar sem farið er yfir mikilvæg og hagnýt atriði framkomu og hefur haldið vel sótt framkomunámskeið með systur sinni Evu Laufeyju Kjaran.