Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Jól með Láru
2,490 ISK
Höfundur Birgitta Haukdal
Hin lífsglaða Lára hefur sérstaklega gaman af að læra eitthvað nýtt. Bangsinn Ljónsi fylgir henni hvert fótmál og saman spreyta þau sig á ýmsum verkefnum. Nú eru komnar tvær nýjar bækur um Láru eftir Birgittu Haukdal.
Í viðburðaríkum jólaundirbúningi gengur Láru ekki nógu vel að hafa stjórn á skapi sínu. Hún ákveður að skrifa jólasveininum bréf og lofar að taka sig á. Ætli hún fái nokkuð í skóinn?