Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Kona

3,990 ISK

Höfundur Annie Ernaux

Við andlát móður sinnar úr alzheimer-sjúkdómnum heldur Annie Ernaux í ferðalag aftur í tímann til að reyna að bregða upp sannferðugri mynd af konunni sem mótaði líf hennar. Hún veltir fyrir sér tengslum móður og dóttur, viðkvæmum og óhagganlegum í senn, ólíkum heimum sem aðskilja þær og hinum óumflýjanlega sannleika að öll sjáum við á bak þeim sem við unnum. Látlaus en áhrifaríku lofgjörð dóttur til móður þar sem jafnframt er brugðið upp eftirminnilegri mynd af dótturinni. Þórhildur Ólafsdóttir íslenskaði.
Nóbelsverðlaunaskáldið Annie Ernaux er ein mikilvægasta rödd samtímabókmennta í Frakklandi.