Líf eða dauði
990 ISK
Höfundur Salka Bókaútgáfa
Á sóðalegum stöðum í Afríku blæðir ótal ungum stúlkum út vegna ólöglegra fóstureyðinga – mörgum eftir nauðgun. Þrjár konur í Svíþjóð hafa tekið til sinna ráða og vinna ötult hjálparstarf, bæði heima og í Afríku. Ein þeirra, Ellen Elg, söguhetja þessarar bókar, lendir hvað eftir annað í lífshættu í viðleitni við að bæta ástandið á staðnum. Ólíklegustu aðilar leggja stein í götu hennar og atburðarásin tekur óvænta stefnu. Karin Alfredsson hefur sjálf unnið í Afríku sem blaðamaður og þekkir aðstæður frá fyrstu hendi. Hér segir hún frá kvennakúgun og baráttu upp á líf og dauða við skilyrði sem fáir Vesturlandabúar geta ímyndað sér. Í þessari spennandi skáldsögu er dauðinn nálægur við hvert fótmál og blóðið rennur. Íslensk þýðing: Jakob S. Jónsson