Mary Poppins
3,490 ISK 2,490 ISK
Höfundur Salka Bókaútgáfa
Þeir sem hafa kynnst Mary Poppins vita að hún er engin meðalkona og að hún hefur lag á því að gera heiminn okkar skemmtilegri – og örlítið skringilegri en ella. Íbúarnir í Kirsuberjagötu er til fyrirmyndar í einu og öllu. Kvöld nokkurt í austurblænum birtist skyndilega vel klædd en fremur kuldaleg kona með regnhlíf á tröppunum hjá Banksfjölskyldunni og gerist barnsfóstra þar á bæ. Systkinin Jane og Michael átta sig fljótlega á að Mary Poppins er ólík öllum öðrum barnsfóstrum og fyrr en varir lenda þau í ótrúlegum ævintýrum, svo ekki sé meira sagt … Í nútímasamfélagi þar sem allir eru uppteknir af því að skilgreina sjálfa sig minnir Mary Poppins okkur á að það sem mestu máli skiptir er að vera maður sjálfur og reyna ekki að vera eitthvað annað. Sjálf er hún ekki dæmigerð að neinu leyti, hvorki sem barnfóstra, kennari, vinkona né kvenmaður. Sagan um Mary Poppins er sígild og sívinsæl en loks er hún fáanleg aftur vegna mikillar eftirspurnar. Íslensk þýðing Hallur Hermannsson.