Memories from Iceland
3,490 ISK 990 ISK
Höfundur Lárus Guðmundsson
Um er að ræða minningabók fyrir erlenda ferðamenn þar sem hægt er að safna saman á einn stað myndum, frásögnum, athugasemdum og persónulegri upplifun. Með þeim hætti varðveitist ferðalagið í stað þess að verða gleymskunni að bráð. Hugmyndina að bókinni á Lárus Guðmundsson, fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta en hann lék bæði með íslenska landsliðinu og liðum í Belgíu og Þýskalandi á áttunda áratugnum. Á meðan á atvinnumennsku hans stóð ferðaðist hann víða en þegar lengra leið frá upplifuninni dofnuðu minningar hans frá ferðalögunum. Það kveikti hugmyndina að þessari bók, minningabók fyrir erlenda ferðamenn sem heimsækja Ísland, þar sem þeir hafa á einum stað fallegar myndir frá vinsælum ferðamannastöðum og persónulega dagbók sem heldur lífi í minningum þeirra frá ferðalaginu.