Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu
6,990 ISK
Höfundur Kristjana Vigdís Ingvadóttir
Árið 1771 skrifaði rektor Skálholtsskóla bréf til danskra yfirvalda þar sem hann lagði til að íslenska yrði lögð niður. Íslendingar skyldu taka upp dönsku, tungumál herraþjóðarinnar. Íslenskir mennta- og embættismenn notuðu mest dönsku en alþýðan notaði nær eingöngu íslensku. Rektor vildi meina að íslenskan væri ekki aðeins orðin gagnslaus heldur beinlínis skaðleg ímynd þjóðarinnar.
Hvað gerði það að verkum að framtíð íslensk¬unnar var tryggð þrátt fyrir ýmsar hindranir? Hér koma við sögu íslenskir málhreinsunarmenn og baráttumenn íslenskunnar en einnig danskir áhugamenn um íslensku norrænuna fornu og handritin sem geyma sögu Norðurlanda.
Kristjana Vigdís Ingvadóttir sagnfræðingur fjallar hér um dönsk áhrif á Íslandi á átjándu og nítjándu öld en einnig um mikilvægi íslensku frá siðaskiptum. Hvaða áhrif hafði það á íslenskt samfélag og tungu að vera undir stjórn Dana?
Hér er í fyrsta skipti rannsökuð tungumála-notkun á Íslandi á markvissan hátt með því að rýna í bréfaskipti amtmanna við aðra embættis¬menn, stjórnvöld og almenning. Þannig fæst skýr mynd af tungumálanotkun Íslendinga á átjándu og nítjándu öld.
En baráttunni fyrir íslenskunni er hvergi nærri lokið. Aðrar ógnir steðja að á tuttugustu og fyrstu öld og þrautseigju þarf enn ef íslenskan á að lifa af.
Kristjana Vigdís Ingvadóttir er fædd í Keflavík árið 1993. Hún hefur lokið BA gráðu í sagnfræði með ítölsku sem aukagrein frá Háskóla Íslands. Kristjana hefur starfað hjá Þjóðskjalasafni Íslands frá árinu 2017. Rit þetta byggir á BA ritgerð hennar í sagnfræði og er fyrsta bók höfundar.