Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Ullaræði 2: Villahullu

6,690 ISK

Höfundur Heli Nikula

Ullaræði 2 er afar litrík og fjölbreytt prjónabók þar sem íslenski lopinn er uppistaðan í uppskriftunum.

Finnski hönnuðurinn Heli Nikula, sem hannar undir nafninu Villahullu, sló í gegn fyrir nokkrum árum með peysuuppskrift úr íslenskum lopa. Í kjölfarið fylgdu fleiri gríðarvinsælar uppskriftir og síðan bók, Villahullu eða Ullaræði, sem hefur notið mikillar hylli hérlendis sem annars staðar.

Hér er loksins komin ný og ekki síður skemmtileg bók sem inniheldur á þriðja tug uppskrifta, flestar að heilum peysum en einnig að sokkum, húfum, vettlingum og fleiri minni verkefnum.

Guðrún Hannele Henttinen þýddi.