Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Undir eplatrénu
4,790 ISK
Höfundur Olav H. Hauge
Olav H. Hauge (1908-1994) var eitt helsta ljóðskáld Norðmanna á liðinni öld og víst er að lesendum hans og aðdáendum hefur æ síðan farið fjölgandi, bæði í heimalandinu og annars staðar. Ljóð hans eru látlaus og hrífandi, þjóðleg og alþjóðleg í senn og fela oftar en ekki í sér einfalda en djúpsæja lífsspeki. Hauge var stundum kallaður garðyrkjumaðurinn frá Ulvik, en þar var hann á heimavelli og starfaði mestan hluta ævinnar við ræktun og ritstörf. Verk hans hafa ratað víða og verið þýdd og gefin út á fjölda tungumála. Gyrðir Elíasson íslenskaði og ritaði formála