Ákall til mannkyns
2,490 ISK 990 ISK
Höfundur Salka Bókaútgáfa
ÁKALL TIL MANNKYNS – Sjálfbærni, lýðheilsa, bætt loftslag. Um framtíð matvæla og landbúnaðar Á okkar dögum er ræktun og viðhald fjölbreytninnar ekki munaður heldur forsenda þess að við lifum af. Vandana Shiva, hugsuður og baráttukona á sviði sjálfbærrar þróunar, umhverfis- og mannréttinda- mála.
Hún hélt áhrifamikinn fyrirlestur í Reyjavík þann 29. ágúst 2011. Stefnuyfirlýsing um framtíð matvæla og Stefnuyfirlýsing um loftslagsbreytingar og framtíð matvælaöryggis er heiti á tveimur skýrslum sem birtast í þessari bók og vakið hafa fólk víða um lönd til vistvænni vitundar. Efnið er tekið saman í kjölfar rannsókna sem koma okkur öllum við og er í raun ákall um samstöðu. Það sýnir ekki aðeins hvað farið hefur úrskeiðis í umgengni okkar við jörðina heldur skýrir frá stórkostlegum verkefnum sem gætu bókstaflega bjargað heiminum – ef við leggjumst öll á eitt.
Vandana Shiva er einn þeirra fræðimanna sem tók saman þessar skýrslur. Hún er heimsþekkt baráttukona á sviði umhverfis- og mannréttindamála, ötull talsmaður lífræns landbúnaðar og einn atkvæðamesti gagnrýnandi erfðabreytinga á nytjaplöntum. Hún hefur beitt sér gegn því að fjölþjóðleg iðnaðarfyrirtæki nái yfirráðum yfir matvælaframleiðslu og vatnsbúskap í heiminum. Einnig hefur hún barist fyrir kvenréttindum og bent á hættuna sem fylgir því að staðbundin þekking glatist vegna hnattrænna áhrifa og sóunar á náttúruauðlindum. Hugsum upp á nýtt …• sjálfbærni • lýðheilsa • grenndarlýðræði • lífrænn landbúnaður • fæðukílómetrar • líffræðilegur fjölbreytileiki … og gerum jörðina að betri stað