Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bakað með Evu
6,490 ISK
Höfundur Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Bakað með Evu hefur að geyma rúmlega 80 uppskriftir að bökuðu góðgæti af öllum stærðum og gerðum sem henta við öll tilefni. Háar og tignarlegar veislutertur, ilmandi pönnukökur og vöfflur, gómsætir brauðréttir og sætabrauð, dásamlegar marengstertur, girnilegar osta- og skyrkökur, frábærar formkökur og smákökur og litríkar bollakökur eru meðal þess sem prýðir síður bókarinnar.
Eva Laufey er annálaður sælkeri og Bakað með Evu er fjórða matreiðslubók hennar. Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og afar aðgengilegar. Það er á allra færi að töfra þær fram.
Bókina prýða fallegar ljósmyndir eftir Heiðdísi Guðbjörgu Gunnarsdóttur.