Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Brjóstagjafabókin

6,990 ISK

Höfundur Ljósmæður og IBCLC brjóstagjafaráðgjafar

Brjóstagjafabókin er handbók fyrir foreldra, ömmur og afa, fagfólk og alla þá sem vilja styðja og valdefla konur í brjóstagjöf. Í bókinni má meðal annars finna upplýsingar um það hvernig best er að búa sig undir brjóstagjöf og hagnýt ráð fyrir fyrstu dagana. Hinum ýmsu áskorunum eru gerð góð skil og ráðleggingar um hvernig hægt er að takast á við þær.

Brjóstagjafabókin er skyldueign fyrir alla foreldra sem stefna á að hafa barn sitt á brjósti en að undirbúa sig fyrir brjóstagjöf, að foreldrar séu meðvitaðir um raunhæfar væntingar til barnsins og þekki helstu áskoranir í brjóstagjöf, hefur sterkt forspárgildi fyrir velgengni í brjóstagjöf.

Höfundar bókarinnar hafa samanlagt margra áratugareynslu af því að fræða og styðja konur í brjóstagjöf en þær eru allar ljósmæður og IBCLC brjóstagjafaráðgjafar.