Catilinusamsærið
3,990 ISK
Höfundur Gaius Sallustius Crispus
Þessi vara er ekki fáanleg eins og er
Catilinusamsærið eftir rómverska sagnfræðinginn Gaius Sallustius Crispus fjallar um atburði sem áttu sér stað í Rómaveldi á árunum 66–62 f. Kr. Þá gerði öldungaráðsmaðurinn Lucius Catilina ásamt nokkrum félögum sínum tilraun til að ræna völdum í ríkinu.
Þótt frásögnin sé lífleg og spennandi dregur höfundur upp dökka mynd af stjórnmálaástandinu í Róm um miðja 1. öld f. Kr. enda telur hann að samsæri Catilinu og félaga sé eins konar forleikur að borgarastyrjöldinni sem braust út síðar á öldinni og lauk árið 30. f. Kr. með falli rómverska lýðveldisins, valdatöku Oktavíanusar og stofnun keisaradæmisins.
Gaius Sallustius Cripus (f. 86 f. K., d. 34 f. K.) var rómverskur sagnfræðingur, embættis- og stjórnmálamaður. Hann var fylgismaður Caesars í stjórnmálaátökunum í Róm um miðja fyrstu öld fyrir Krist. Helstu verk hans, sem varðveist hafa, eru Stríðið gegn Jughurtu og Catilinusamsærið, en sú bók, ásamt ræðum Ciceros gegn Catilinu, eru aðalheimildir okkar um þá atburði.