Dauði Francos
6,990 ISK 3,990 ISK
Höfundur Guðbergur Bergsson
Þessi vara er ekki fáanleg eins og er
Árið 1975 fylgist Guðbergur Bergsson með nokkurra vikna dauðastríði Franciscos Francos, þjóðarleiðtoga Spánar, og skrásetur í dagbók. Einræðisherrann hafði þá ríkt yfir landinu í rúm þrjátíu og fimm ár. Brot úr dagbókinni birtist á sínum tíma í dagblaðinu Þjóðviljanum en hér má í fyrsta skipti líta skrásetninguna í heild sinni. Guðbergur dregur upp einstaka mynd af endalokum einræðisherra á tímum vaxandi vísindatrúar í einu af höfuðvígjum kaþólskunnar á meginlandi Evrópu. Hann lýsir jafnframt þeirri ringulreið sem skapast í samfélaginu við yfirvofandi fráfall þjóðarleiðtogans.
Guðbergur Bergsson er einn dáðasti, áhrifamesti og umdeildasti höfundur síðari ára á Íslandi. Hann er margverðlaunaður og verk hans hafa verið þýdd á fjölda tungumála. Guðbergur bjó á Spáni um árabil og eftir hann liggur fjöldi þýðinga á spænskum, portúgölskum og rómansk-amerískum bók[1]menntum. Guðbergur lést 4. september 2023.