Fæðingin ykkar
3,990 ISK
Höfundur Inga María Hlíðar Thorsteinson
Hvers vegna fylgja fæðingu verkir?
Hvað er að gerast í líkamanum í fæðingu?
Hvað getur maki gert til þess að styðja við fæðandi konu?
Hér er að finna fjölda nytsamra ráða og svara við þeim fjölmörgu spurningum sem upp geta komið í aðdraganda fæðingar. Höfundur bókarinnar, Inga María Hlíðar Thorsteinson ljósmóðir, hefur í störfum sínum safnað að sér umfangsmiklum fróðleik og útkoman er sérlega vönduð og áhugaverð bók.
Það er í höndum foreldra að undirbúa sig fyrir þessa einstöku lífsreynslu. Með góðum undirbúningi, áreiðanlegum upplýsingum og hófstilltum væntingum eru auknar líkur á að foreldrarnir öðlist ánægjulega upplifun af fæðingunni.
Fæðingin okkar er ríkulega prýdd ljósmyndum frá fjölmörgum ljósmyndurum auk skýringarteikninga eftir Esther Viktoríu Ragnarsdóttur og Ara Arnaldsson. Aftast er svo handhægur orðalisti þar sem auðvelt er að fletta upp því sem leitað er að hverju sinni.
Þessi bók ætti að vera skyldueign allra verðandi foreldra.