Fátækt fólk - kilja
3,990 ISK
Höfundur Tryggvi Emilsson
Fátækt fólk, fyrsta bindi æviminninga Tryggva Emilssonar verkamanns, vakti mikla athygli og umtal þegar bókin kom út árið 1976 – fyrir fádæma orðsnilld, persónusköpun og stíl en þó fyrst og fremst fyrir þá sögu sem þar var sögð. Söguna af fátæku fólki á Íslandi fyrir tíma almannatrygginga; þegar hægt var að taka björgina frá barnmörgu heimili vegna þess að kaupmaðurinn þurfti að fá sitt; þegar litlum börnum var þrælað út í vist hjá vandalausum; þegar sjálfsagt þótti að senda hungrað barn gangandi tvær dagleiðir í vondu veðri til að reyna að fá úttekt í versluninni.
Frásögn Tryggva af uppvexti sínum, móðurmissi og vondum vistum snemma á síðustu öld hefur engu glatað af styrk sínum og töfrum og á ef til vill ennþá brýnna erindi við okkur nú en þegar hún kom fyrst út.
Þorleifur Hauksson hafði umsjón með útgáfunni og ritaði formála.