Í bókinni er gerð tilraun til að nálgast þá hugmynd um heimspeki sem íslenskir lærdómsmenn kynnu að hafa aðhyllst á miðöldum. Einnig er athyglinni beint að heimspekilegum rökfærslum og siðfræðilegum hugtökum. Í lokin er gefið yfirlit um rannsóknir á siðfræði Íslendingasagna.
Fingraför spekinnar
4,990 ISK
Höfundur Gunnar Harðarson
Ýmis ummerki eða spor eftir heimspekilega hugsun er að finna í miðaldarbókmenntum Íslendinga, hvort heldur í kvæðum, sögum eða lögum. Þar má sjá hugmyndir um heimspeki, beitingu heimspekilegra hugtaka og rökfærslur af heimspekilegum toga. Í þessari bók er gerð tilraun til að nálgast þá hugmynd um heimspeki sem íslenskir lærdómsmenn kynnu að hafa aðhyllst á miðöldum. Einnig er athyglinni beint að heimspekilegum og siðfræðilegum hugtökum, bæði í Hómilíubókinni og Hávamálum, heimspekilegar rökfærslur í Snorra-Eddu eru brotnar til mergjar og í kjölfarið reynt að skilja með hvaða hætti alfræðileg hugsun birtist í handritum á borð við Hauksbók. Í lokin er gefið yfirlit um rannsóknir á siðfræði Íslendingasagna þar sem ólík sjónarmið eru rakin og rædd.