Formaður húsfélagsins
1,490 ISK
Höfundur Friðgeir Einarsson
Þessi vara er ekki fáanleg eins og er
Maður flytur í blokkaríbúð systur sinnar á meðan hann kemur undir sig fótunum. Þetta átti að vera tímabundin ráðstöfun, en fyrr en varir er húsfélagið lent á hans herðum.
Formaður húsfélagsins fjallar um samlíf ókunnugra, nauðsynlegt viðhald fasteigna og margslungið tilfinningalíf íbúa fjölbýlishúsa.
Dag einn birtist auglýsing sem vekur athygli mína. Í fyrirsögn er lesandinn spurður hvort hann langi til að verða kvikmyndastjarna. Mig langar ekki til þess en held samt áfram að lesa. Ég kemst að því að það er ekki verið að leita að stjörnum – þær hafa nú þegar verið ráðnar – heldur vantar svokallaða „bakgrunnsleikara“. Ég geri ráð fyrir að með því sé átt við leikara sem heldur sig í bakgrunni. Ég tel mig geta ráðið við það.