Goðheimar 8 - Brísingamenið
3,490 ISK
Höfundur Peter Madsen, Henning Kure, Per Vadman, Sören Hakansson
Það er vor í Ásgarði. Freyja, gyðja ástarinnar, dansar um í skóginum með sitt fegursta djásn, Brísingamenið. Æsirnir hrífast með – nema Loki sem hefur allt á hornum sér og engan áhuga á ástinni. Þess í stað hrellir hann hina ástsjúku æsi og hleypir öllu í bál og brand með lævísum lygum. Freyja á brátt í höggi við slóttugan andstæðing sem svífst einskis til að komast yfir menið dýrmæta …
Bókaflokkurinn Goðheimar eftir Peter Madsen nýtur gríðarlegra vinsælda um allan heim, en þar eru sjálfstæðar sögur af norrænu goðunum sagðar á skýran og skemmtilegan hátt. Brísingamenið er áttunda bókin í flokknum og kemur nú í fyrsta sinn út á íslensku, húmoristum á öllum aldri til gagns og gamans.
Bjarni Frímann Karlsson þýddi.