Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Handbók fyrir ofurhetjur 2 - Annar hluti:
3,398 ISK
Höfundur Elias & Agnes Vahlund
Ef mann dreymir nógu lengi um eitthvað sérstakt endar það með því að draumurinn rætist.
Það er komin ný ofurhetja í bæinn. Börnin í skólanum halda varla vatni yfir hinni stórkostlegu Rauðu grímu sem flýgur um og tekst á við bófa. Þau hafa ekki hugmynd um að hún er engin önnur en Lísa bekkjarsystir þeirra, sem alltaf er strítt. Síðan Lísa fann hina dularfullu „Handbók fyrir ofurhetjur“ á bókasafninu hefur hún verið að æfa sig í ofurkröftum – en núna stendur hún frammi fyrir erfiðasta verkefni sínu hingað til.
Hröð, spennandi og skemmtileg saga um stúlku sem grípur til sinna ráða.
Ingunn Snædal þýddi.