Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Hjartabein

4,490 ISK

Höfundur Colleen Hoover

„… hvað ef eina leiðin til að vita hvort hjartanu hafi vaxið bein sé að upplifa kvölina þegar það brestur?“

Lífið og ömurlegt eftirnafn er það eina sem Beyah Grim fékk frá foreldrum sínum. Eftir eilíft fátæktarbasl er hún loks á leiðinni á betri stað, þökk sé engum nema henni sjálfri. Í  millitíðinni neyðist hún þó óvænt til að leita á náðir föður síns sem býr með nýju konunni og
stjúpdóttur í sumarleyfisparadís ríka fólksins í Texas. 

Nýja systirin tekur Beyuh upp á sína arma, kynnir fyrir henni líf sem hana grunaði varla að væri til og einnig fyrir hinum myndarlega og forríka Samson. Beyah er sannfærð um að þau eigi ekkert sameigin legt, en undir ríkmannlegu yfirbragði Samsonar glittir þó í eitthvað kunnuglegt, eitthvað brotið. Sumarævintýrið vindur upp á sig og þótt Beyah viti fátt um bakgrunn Samsonar verður fljótlega erfitt að ímynda sér framtíðina án hans. Allt þar til fortíðin eltir hann uppi.