Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Hulda

7,490 ISK

Höfundur Ragnar Jónasson

„Hulda er ein af hinum miklu harmsögulegu hetjum nútímaglæpasagna,“ segir Sunday Times. Hulda er ný bók, forleikur að bókunum um þessa stórkostlegu persónu Ragnars Jónassonar sem lesendur þekkja úr Dimmu, Drunga og Mistri. Bálkurinn um hana hefur farið sigurför um heiminn og nú hefur verið gerið sjónvarpsþáttaröð eftir Dimmu.

Kvöld eitt í nóvember árið 1980 fær lögreglukonan Hulda Hermannsdóttir símtal frá yfirmanni sínum. Í veiðihúsi hefur fundist bangsi sem kann að varpa ljósi á tuttugu ára gamalt barnshvarf sem aldrei upplýstist. Hulda tekst þegar í stað á hendur ferðalag norður í Blöndudal, í fámenna sveit þar sem henni er misjafnlega tekið.

Hulda er forspil að hinum rómaða þríleik Ragnars Jónassonar um Huldu Hermannsdóttur, Dimma, Drungi og Mistur. Bækurnar hafa farið sannkallaða sigurför um heiminn og haustið 2024 var frumsýnd sjónvarpsþáttaröð eftir fyrstu bókinni í leikstjórn Lasse Hallström þar sem Lena Olin fer með aðalhlutverkið.

Um tíma voru allar bækurnar þrjár í einni og sömu vikunni á meðal tíu mest seldu bóka Þýskalands. Þær hlutu Palle Rosenkrantz-verðlaunin sem besta þýdda glæpasagan í Danmörku og Dimma var valin besta þýdda glæpasagan á Spáni árið 2023. Þá var Mistur valin glæpasaga ársins í Bretlandi.

Hulda er fjórða bókin í flokknum og mun auka enn á hróður Ragnars heima og erlendis.