Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Vinkonur - Jólaverkefnið
4,990 ISK
Höfundur Sara Ejersbo
Það er kominn desember og bráðum koma jólin.
Jósefína ætlar að skipuleggja rosalegustu Lúsíugöngu í sögu skólans. Emma er leynivinur stráks sem hatar jólin en hún neitar samt að gefast upp – hann skal komast í jólaskap! Amöndu finnst allt jólagjafastússið farið úr böndunum og stingur uppá að gefa heimatilbúnar gjafir í ár – en getur hún búið til gjafir?
Eins og þetta sé ekki nóg fá stelpurnar vinnu við að sinna dýrunum í höllinni í bænum. Það reynist upphafið að miklu ævintýri því framtíð hallarinnar er í hættu og það koma varla jól ef öll dýrin verða heimilislaus. Vinkonurnar þurfa að beita öllum brögðum sem þær kunna til að bjarga höllinni, dýrunum og jólaandanum…
24 kaflar – einn fyrir hvern dag í desember!