Kjarrá og síðustu hestasveinarnir á Víghól
8,990 ISK
Höfundur Arnór Sigurjónsson, Einar Sigurjónsson og Stefán Þórarinsson
Þessi vara er ekki fáanleg eins og er
Bókin fjallar um veru og störf ungra hestasveina í fjallveiðinni í Kjarrá, um hesta, laxveiði, veiðimenn og náttúruna í heiðarlöndum árinnar. Hún er óður til árinnar, ástríðufullra laxveiðimanna úr öllum áttum, hestanna sem gegndu sínu upprunalega hlutverki, til sveitarinnar og fólksins sem þar bjó og hinnar undursamlegu óspilltu náttúru heiðanna sem fæddu af sér ána. Hún er þroskasaga ungra pilta sem takast á við að halda utan um veiðimenn og hesta við erfið skilyrði, leiðsegja og hjálpa þeim í laxveiðinni og greiða götu þeirra í sætu sem súru. Við sögu kemur fjöldi fólks og þjóðþekktra einstaklinga og bókin endurspeglar hið sérstaka samspil manna, hesta og náttúru við laxveiðar á fjalli, fjarri öllum nútímaþægindum. Rauði þráðurinn er áin og laxinn með sínum fjölbreytileika, og ótrúlegum uppákomum sem hentu veiðimenn í glímu sinni við ána, laxinn og hestana. Sumarið 1974 brann veiðihúsið að Víghól til kaldra kola um hánótt en það markaði endalok þeirra tíma þegar hestasveinar störfuðu sumarlangt við laxveiðiár á Íslandi.