Lífshættulegt loforð
4,890 ISK
Höfundur Angela Marsons
Ugla sat á kvisti … Aðeins ég veit hver fær að lifa og hver mun deyja
Þegar þekktur læknir finnst myrtur á hroðalegan hátt í skóglendi bregður Kim Stone rannsóknarfulltrúa í brún við að uppgötva að fórnarlambið er Gordon Cordell – maður sem tengdist eldra sakamáli þar sem ung skólastúlka lét lífið. Gordon á sér vafasama fortíð en hver gat viljað hann feigan? Þegar rannsókn málsins er hafin lendir sonur Gordons í alvarlegu bílslysi og berst fyrir lífi sínu. Kim er handviss um að slysið hafi verið af mannavöldum. Svo finnst konulík við grunsamlegar kringumstæður og Kim áttar sig á tengslum fórnarlambsins við Russels Hall-sjúkrahúsið þar sem Gordon vann. Kim og liðið hennar syrgja enn fallinn félaga sinn en þurfa að kljást við einn hættulegasta raðmorðingja sem þau hafa fyrirhitt. Allt er í húfi. Tekst Kim að halda liðinu sínu saman og finna morðingjann áður en næsta fórnarlamb fellur í valinn? Morðinginn fer í gegnum fórnarlömbin á ógnarhraða og hefur ekki lokið sér af.
Angela Marsons, margfaldur metsöluhöfundur, sendir frá sér enn eina æsispennandi glæpasöguna.