Litla bakaríið við Strandgötu
3,990 ISK
Höfundur Jenny Colgan
Ástarsaga með uppskriftum!
Líf Pollyar Waterford er heldur dapurlegt: Fyrirtækið er gjaldþrota, fína íbúðin horfin undir hamarinn og kærastinn fluttur heim til mömmu. Sárblönk neyðist Polly til að flytja í hrörlegt hús í litlu sjávarþorpi í Cornwall þar sem hún þekkir ekki nokkurn mann. Til að gleyma sorgum sínum hellir hún sér út í það sem veitir henni mesta ánægju í lífinu: að baka brauð. Fljótlega rennur þorpið á lyktina og fyrr en varir hefur Polly tekið við rekstri bakarísins á staðnum.
Hér kynnist hún litríkum þorpsbúunum: sjómanninum Tarnie og skipsfélögum hans, myndarlega bandaríska býflugnabóndanum Huckle og ríka, skrautlega vini hans Reuben, skapilla bakaríseigandanum Gill Manse og hinum óframfærna Jayden, svo ekki sé minnst á Kerensu, kjaftforu og hressu vinkonuna úr höfuðborginni.
Hugljúf og heillandi saga um konu sem þorir að hefja nýtt líf.
Jenny Colgan er skoskur metsöluhöfundur sem heillað hefur lesendur um allan heim með notalegum, fyndnum og lystaukandi bókum sínum. Litla bakaríið við Strandgötu er fyrsta bók Jennyar Colgan sem kemur út á íslensku, alþjóðleg metsölubók sem hefur komið út í 15 löndum.
Hin skoska Chocolat!
Ingunn Snædal þýddi.