Nína óskastjarna og ævintýrið á Álfhóli
1,990 ISK 999 ISK
Höfundur Helga Arnardóttir
Nína hefur alltaf verið kölluð óskastjarna því hún trúir því að ef maður óskar sér einhvers nógu heitt og vill það nógu mikið þá getur óskin ræst. Nína er dugleg að heimsækja ömmu Grímeyju í sveitina og hjálpa henni með bústörfin. Bærinn hennar heitir Álfhóll af því að þar eiga víst álfar heima í stórum steini í garðinum. Eða svo segir amma allavega. Einn daginn breytist allt þegar ömmu er tilkynnt að það eigi að byggja stórt lúxushótel á lóðinni hennar. Amma er miður sín en Nína ákveður að taka málin í sínar hendur. En til þess þarf hún hjálp frá álfunum.
Nína er hress og skemmtileg stelpa með bein í nefinu sem lendir í spennandi ævintýrum. Nína óskastjarna og ævintýrið á Álfhóli er fyrsta bók fjölmiðlakonunnar Helgu Arnardóttur. Fallegar myndir Ylfu Rúnar Jörundsdóttur prýða bókina.