Nítjánhundruð fjörutíu og átta
3,990 ISK
Höfundur Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir
Frásögnin greinir frá lífi í litlu íslensku þorpi skömmu eftir heimsstyrjöldina síðari séðu frá sjónarhóli sjö ára telpu, Jóhönnu Guðrúnu, sem fæddist á Flateyri í mars 1941. Hún ólst upp á Flateyri í húsi sem nefnt var Litla-býli við Ránargötu 2.
Í fjölskyldunni í Litla-býli voru þrjár kynslóðir. Systurnar Guðrún og Ástríður Torfadætur, upphaflegir eigendur hússins, voru orðnar aldraðar konur, María, símstöðvarstjóri, dóttir Guðrúnar, sem var nýorðin ekkja með börnin tvö, Jóhönnu Guðrúnu og Einar Odd.
Það er alltaf nóg að gera í Litla-býli því þar er starfrækt símstöð þorpsins. Heimilisstörfin eru ólík því sem síðar varð þegar rafknúin heimilistæki komu til sögunnar og skömmtun á öllum helsta heimilisvarningi gerði heimilishaldið flóknara en ella.
Jóhönnu eru smám saman falin létt heimilisstörf og sendiferðir eftir því sem þorski og geta leyfa. Hún veltir fyrir sér ýmsu sem henni þykir skrítið eða skilur ekki og hlakkar til að fá að hefja skólagöngu haustið 1948.