Ófreskjan í mýrinni
4,690 ISK 3,999 ISK
Höfundur Sigrun Eldjárn
Í útjaðri lítils þorps standa tvö hús; annað þeirra er blámálað og umkringt þéttum trjálundi, hitt er bæði grátt og hrörlegt. Handan við húsin er mýrin, víðáttumikil og hættuleg. Enginn hefur búið í gráa húsinu árum saman en allt í einu birtist þar fjölskylda, pabbi og þríburar. Þau komast fljótt að því að í bláa húsinu býr önnur fjölskylda, strákur og þrjár mömmur. Einhverjir eru líka að pukrast í mýrinni. Líklega vita þau ekki að þar býr ófreskja!
Ófreskjan í mýrinni er dularfull og spennandi saga eftir Sigrúnu Eldjárn, sem hefur sent frá sér fjölmargar vinsælar bækur fyrir börn og unglinga og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín, nú síðast heiðursverðlaun Sagna, verðlaunahátíðar barnanna. Sagan er prýdd fjölda mynda.