Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Oreo fer í skólann

2,990 ISK

Höfundur Sylvia Erla Melsted

Oreo er að byrja í skólanum og er fullur tilhlökkunar. Hann er spenntur að hitta kennarana sína og eignast nýja vini. En þegar kemur að fyrsta tímanum í lestri rennur upp fyrir Oreo að hann er ekki eins og hinir hundarnir. Stafirnir fara á fleygiferð á blaðinu og Oreo á erfitt með að lesa. Hann verður leiður og sumir af hinum hundunum stríða honum. Oreo er lesblindur en eigandi hans veit sem betur fer að það eru fjölmargar leiðir til að takast á við þetta nýja verkefni. 


Sylvia Erla, höfundur bókarinnar, er sjálf lesblind og málefnið er henni hugleikið. Hún hefur unnið að gerð heimildamyndar um lesblindu og heimsótt skóla til að fræða nemendur um lesblindu. Sylvia Erla á hundinn Oreo sem er búinn að vera henni mikill stuðningur í gegnum skólagöngu hennar. Sylvia Erla og Oreo eru bestu vinir. Það sem Oreo elskar mest er að fara í göngutúra, læra og borða ost.