Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Ormhildarsaga

2,990 ISK

Höfundur Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir

Árið er 2043. Jöklar heims hafa bráðnað og leyst úr læðingi fornar vættir. Á Fróneyjum reika nykrar, skoffín og nátttröll um göturnar en íbúar hafa lært að lifa í sambúð með þessum hættulegu þjóðsagnaverum.

Ormhildur, ungur fræðimaður hjá Kukl- og galdrarannsóknarsetri ríkisins, hefur fundið fornan seið sem læsir kvikindin aftur í klakabrynju. En til að fremja galdurinn þarf hún að komast á tind Heklu. Hennar bíður langt og hættulegt ferðalag frá Breiðholtseyju. Hún leitar á náðir Heimavarnarliðsins en í ljós kemur að það vilja ekki allir hverfa aftur til tíma tvöfaldra mokka frappuccino og sólarlandaferða.

Ormhildarsaga er metnaðarfull myndasaga í fullri lengd en hún telur nærri 200 síður. Unnendur myndasagna mega ekki láta þessa framhjá sér fara! 

Útgáfuár: 2016

Gerð: Kilja, stór

Síðufjöldi: 184