Ótrúleg ævintýri Brjálinu Hansen - Endalok alheimins
3,990 ISK
Höfundur Rán Flygenring, Finn-Ole Heinrich
Pálína Klara Lind Hansen, stundum kölluð Brjálína, hefur í nógu að snúast heima í Plastgerði því nú er mamma hennar nánast rúmföst og Pálína reynir eftir bestu getu að vera henni innan handar. Á æskuheimili Pálínu, Brjálivíu, er mikið fjör því pabbi hennar og kærastan hans Lúsía de Kleijn hafa eignast tvíburastráka. Pálína fer með pabba sínum í leit að fjársjóði fortíðarinnar, lærir fornan ástargaldur, safnar minjagripum fyrir Klörusafnið á háaloftinu, kemur Páli besta vini sínum á óvart með heljarinnar afmælishátíð og sýður galdraseyði úr með hinni göldróttu Lúdmílu í von um að bjarga lífi mömmu sinnar.
Endalok alheimsins er þriðja bókin og síðasta bókin í bókaflokknum Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen. Stórkostlega skemmtileg, sorgleg, hjartnæm og hugljúf saga eftir Finn-Ole Heinrich og Rán Flygenring sem hlotið hefur margvíslegar viðurkenningar og verðlaun, meðal annars hin virtu þýsk-frönsku barnabókaverðlaun.
Jón St. Kristjánsson þýddi