Óvelkomni maðurinn
3,990 ISK
Höfundur Jónína Leósdóttir
Á bjartri sumarnóttu fellur þekktur athafnamaður fram af svölum blokkaríbúðar þar sem erlent verkafólk situr að drykkju. Edda getur ekki annað en skipt sér af málinu, enda býr hún í húsinu og þekkir einn af útlendingunum.
Þar að auki veit hún ýmislegt misjafnt um manninn sem datt – eða var honum hrint?
Sömu nótt kveikir grandvar snyrtifræðingur í íbúð sinni við Vesturgötu. Brennuvargurinn reynist vera mamma Viktors, tengdasonar Eddu, sem biður hana um aðstoð við að upplýsa undarlega hegðun móður sinnar.
Óvelkomni maðurinn er þriðja bók Jónínu Leósdóttur um eftirlaunakonuna Eddu, glímu hennar við að leysa flókin sakamál og samskipti hennar við fjölskylduna sem eru síst einfaldari.
Jónína Leósdóttir er þekkt fyrir skáldsögur sínar, fullar af hlýju og húmor. Glæpasögur hennar bera sömu einkenni og ríghalda lesanda allt til enda.