Yusuf er barn að aldri þegar auðugur kaupmaður af ströndinni tekur hann upp í skuldir foreldra hans. Hættuleg fegurð drengsins verður til þess að hann fylgir kaupmanninum í leiðangur inn í Tansaníu þar sem Yusuf kynnist töfrum fjallanna, víðáttu vatnanna, framandi siðum og hversu óvægið lífið getur verið. Merkilegt verk eftir Nóbelsverðlaunahafa.
Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Paradís
4,290 ISK
Höfundur Abdulrazak Gurnah
Söguleg skáldsaga sem gerist í upphafi síðustu aldar eftir tansaníska rithöfundinn Abdulrazak Gurnah (f. 1948) sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2021. Paradís var tilnefnd til Booker-verðlaunanna og Whitbread-verðlaunanna.
Stórmerkileg bók eftir handhafa Bókmenntaverðlauna Nóbels árið 2021, tansaníska rithöfundinn Abdulrazak Gurnah.