Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Rangstæður í Reykjavík

2,990 ISK

Höfundur Gunnar Helgason

Varstu að deyja úr spennu yfir Víti í Vestmannaeyjum? Og varstu með hjartað í buxunum þegar þú lagðir frá þér Aukaspyrnu á Akureyri? Þá er þetta bókin fyrir þig! Hvað varð um Ívar? Fór Eivör í atvinnumennskuna? Hvar í veröldinni er Rósa?

Jón Jónsson og félagar hans eru komnir á ReyCup ásamt stelpum og strákum í 3. og 4. flokki frá öllu landinu og meira að segja frá útlöndum! Þar ríkir gríðarleg spenna og strákarnir komast að því að rangstöðureglur eru flóknar, bæði í fótboltanum og lífinu sjálfu.

Gunnar Helgason hefur um  árabil getið sér gott orð fyrir  barnaefni af ýmsu tagi. Bækurnar  hans um fótboltastrákinn Jón Jónsson  hafa vakið bókaorminn í þúsundum  lesenda á öllum aldri.

Rán Flygenring teiknaði myndirnar í bókinni.