Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Ró - Fjölskyldubók um frið og ró
3,690 ISK
Höfundur Bergrún Íris Sævarsdóttir, Eva Rún Þorgeirsdóttir
Einfaldar æfingar fyrir krakka og fullorðna til að kalla fram slökun og innri ró.
Á hverjum degi þjóta óteljandi hugsanir og tilfinningar í gegnum huga okkar. Það getur komið sér vel að kunna aðferð til að finna innri frið og ró, til
dæmis þegar þú:
• ferð að sofa á kvöldin
• finnur fyrir kvíða
• undirbýrð þig fyrir próf
• upplifir reiði
• vantar meiri einbeitingu
• vilt finna gleði
• tekst á við breytingar í lífi þínu
Bókin Ró er byggð á margra ára reynslu Evu Rúnar af því að kenna börnum jóga, slökun og hugleiðslu. Ævintýralega fallegar vatnslitamyndir Bergrúnar Írisar setja svo punktinn yfir i-ið.