Sara og Dagný og ég
4,990 ISK
Höfundur Salka - bókaútgáfa og bókabúð
Sögurnar í þessari bók fjalla um fólk sem stendur á tímamótum. Sumir eru með fíknivanda, aðrir glíma við kvíða og enn aðrir þurfa að takast á við innri togstreitu, í sumum tilfellum yfirvofandi hættu. Tólf ára drengur verður viðskila við foreldra sína á tjaldstæði og kynnist í fyrsta sinn hættulegum heimi hinna fullorðnu. Maður með fíknivanda minnist vinar síns sem lést úr of stórum skammti og líf tveggja kvenna tekur skarpa beygju eftir örlagaríkt kvöld í Breiðholti..
Ísak Regal er uppalinn og búsettur í Reykjavík. Hann hefur starfað við blaða- og fréttamennsku undanfarin misseri og hefur birt ljóð og sögur í ýmsum tímaritum, til að mynda í Són og Tímariti Máls og menningar. Sara og Dagný og ég er hans fyrsta bók í fullri lengd.