Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Skotvopnabókin
5,490 ISK
Höfundur Einar Guðmann
Skotvopnabókin – meðferð og eiginleikar skotvopna eftir Einar Guðmann fjallar um eiginleika og meðferð skotvopna með sérstakri áherslu á öryggisatriði. Hér á ferðinni verulega aukin og endurbætt útgáfa bókar sem um árabil hefur verið grunnrit í skotvopnafræðslu hér á landi.
Í inngangi segir höfundur: „Tilgangurinn með skotvopnabókinni er fyrst og fremst sá að taka saman á einn stað þá þekkingu sem eigendur skotvopna þurfa almennt að tileinka sér til þess að meðhöndlun skotvopna og skotfæra sé með öruggum hætti.“
Fjölmargar skýringarmyndir er að finna í bókinni og ennfremur er hún gagnlegt uppsláttar- og fróðleiksrit fyrir alla skotvopnaeigendur.