Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt
Skugga-Baldur kilja
990 ISK
Höfundur Sjón
Þessi vara er ekki fáanleg eins og er
Laugardaginn 17. apríl 1868 strandar afar mikið seglskip út af Reykjanesi. Inni á milli lýsistunna á öðru þilfari finnst ámátleg vera; stúlka á unglingsaldri. Hún heitir Abba og reynist vera vangefin. Grasafræðingurinn Friðrik B. Friðjónsson á Brekku tekur stúlkuna að sér og búa þau saman á föðurleifð hans þar til hún deyr. Hefjast þá átök Friðriks og séra Baldurs Skuggasonar, sem er prestur Dalbúa og ekki allur þar sem hann er séður.
Skáldsagan Skugga-Baldur var einróma lofuð af íslenskum gagnrýnendum þegar hún kom út árið 2003. Hún hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2005 og hefur síðan verið þýdd á hátt í þrjátíu tungumál og tilnefnd til fleiri alþjóðlegra bókmenntaverðlauna.